Söngskissur: Icelandic Song Sketches

English

Bakgrunnur minn sem klassískt menntaður píanóleikari og iðnaðarverkfræðingur hefur áhrif „Cantograph“ seríuna mína, þar sem ég úthluta litum, formum og öðrum grafískum þáttum við tónlistarnótur og bý til myndræna lýsingu á lögum. Verkið er að hluta til aleatorískt, þ.e.a.s. knúið áfram af þessum upprunalegum tengjum. Breytileiki er aukinn með sérvaldri meðhöndlun á stærð hnitanets, myndafritun/snúningi, vali á lagarbroti, innlimun á samhljómum (eða ekki) og öðrum eiginleikum, en hvert verk heldur „kort“ af laginu inní sér þannig að hægt sé að sjá samsvörun á milli listaverks og nóta.

Árið 2022 heimsótti ég Ísland í fyrsta sinn og heillaðist af töfrum landsins; mér fannst það í senn lífsframandi og kunnuglegt (kannski vegna forfeðratengslum). Mér fannst áhugaverð hugmynd að beita einstöku listformi mínu við tónlist þessara sérstöku eyja, frá Íslendingasögunum miklu í braghætti til klassískra samtímatónverka og hin mörg tímabil og tegundir tónlist þar á milli. Söngskissur: Icelandic Song Sketches var hugsað sem sjónræn serenaða fyrir landið sem fangaði hjartað mitt.

Fyrirhuguð sýning samanstendur af 33 vegghengdum verkum af mismunandi miðlum (þ.á.m. samansafn, litað gler, stafræn list og ljósmyndaklippimyndir) sem tákna marga flokka íslenskrar tónlistar. Einstök verk eru á bilinu frá 30 cm x 30 cm x 1 cm til u.þ.b. 60 cm x 60 cm x 10 cm, með alls 28 fermetra fyrir ákjósanlega uppsetningu. Gert er ráð fyrir að verkin og kynningarmiðlar verði fullunnin fyrir desember 2024.